Hvað gerði Sölvi Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 15. ágúst 2022 11:31 Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar