Fótbolti

Róbert hafði betur í Íslendingaslag MLS

Atli Arason skrifar
Róbert Orri Þorkelsson
Róbert Orri Þorkelsson

Róbert Orri Þorkelsson og liðsfélagar hans í CF Montreal höfðu betur gegn Houston Dynamo, þar sem Þorleifur Úlfarsson leikur, í Bandarísku MLS deildinni í nótt. Montreal vann leikinn 3-2.

Þá var Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarliði DC United sem tapaði 1-0 gegn New England Revolution á sama tíma. Carles Gil skoraði eina mark leiksins á 18 mínútu.

Róbert og Þorleifur byrjuðu báðir á varamannabekk sinna liða en Róbert kom inn á 78. mínútu á meðan Þorleifur kom af bekknum á 84. mínútu.

Sebastian Ferreira kom Houston yfir í leiknum áður en Romell Quioto og Alistair Johnston snéru leiknum við Montreal í hag. Daniel Steres jafnaði svo leikinn á 36. mínútu. Rétt fyrir hálfleik fékk Quioto tækifæri til að til að kom Montreal yfir en honum tókst ekki að skora úr vítaspyrnu sinni.

Það kom þó ekki að sök þar sem hinn finnski Lassi Lallalainen skoraði sigurmark Montreal á 69. mínútu.

Montreal er í toppbaráttu austur hluta MLS deildarinnar en liðið er með 43 stig í öðru sæti, fimm stigum frá toppsætinu. DC United er hins vegar fast við botn austurdeildar með 22 stig í 14 sæti. Houston Dynamo er í 12. sæti vesturdeildarinnar með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×