Golf

Haraldur Franklín leikur lokahringinn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús hefur leikið vel á mótinu til þessa. 
Haraldur Franklín Magnús hefur leikið vel á mótinu til þessa.  Vísir/Getty

Har­ald­ur Frank­lín Magnús, Haraldur Franklín Magnús, hefur leikið fyrstu þrjá hringina á ISPS Handa World In­vitati­onal-mót­inu, sem er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, á einu höggi undir pari vallarins en mótinu lýkur í Norður-Írlandi í dag.

Haraldur Franklín er í 21. sæti fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag en hann er tíu höggum á eftir Skot­anum Ewen Fergu­son sem fer með forystu inn í síðasta dag mótsins.

Bjarki Pét­urs­son keppti líka á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. 

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 en byrjað verður að sýna frá mótinu klukkan 12.00 í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×