Lífið

Fyrr­verandi Brit­n­ey sak­felldur fyrir að brjótast inn í hús hennar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Britney Spears fékk nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Jason Alexander, eftir að hann braust inn á heimili hennar á brúðkaupsdegi hennar í júní. Einnig fékk hún nálgunarbann gegn honum.
Britney Spears fékk nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Jason Alexander, eftir að hann braust inn á heimili hennar á brúðkaupsdegi hennar í júní. Einnig fékk hún nálgunarbann gegn honum. Vísir/Getty

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, var í gær sakfelldur fyrir að brjótast inn á heimili Spears að morgni brúðkaupsdags hennar og Sam Ashgari þann 9. júní og vinna þar skemmdarverk.

Samkvæmt Rolling Stones var Alexander dæmdur í fangelsi í 128 daga en af því hann hafði setið inni í 64 daga í fangelsi í Ventura-sýslu þá slapp hann við frekari fangelsisveru vegna góðrar hegðunar. 

Dómarinn úrskurðaði Alexander auk þess í nálgunarbann gegn Spears og Richard Eubeler, öryggisverði hennar og má Alexander því ekki koma innan við 90 metra frá þeim.

Streymdi innbrotinu á Instagram

Lögregla var kölluð að heimili Britney Spears að morgni brúðkaupsdags hennar og Sam Ashgari eftir að Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður hennar, braust inn á heimili hennar og streymdi innbrotinu á Instagram. Þar hrópaði hann nafn Spears á meðan hann ráfaði um svæðið.

Innbrotið hafði þó engin teljanleg áhrif á brúðkaupið og giftust Britney og líkamsræktarþjálfarinn Sam Ashgari síðar um daginn. 

Það var þriðja hjónaband Britney en hún var áður gift Kevin Federline frá 2004 til 2007 og þar áður giftist hún Jason Alexander í Las Vegas árið 2004 en hjónabandið entist þó einungis í 55 klukkustundir.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Alexander hefur komið fyrir dómstóla í ár en í janúar á þessu ári var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ofsækja konu.


Tengdar fréttir

Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline

Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun.

Fyrr­verandi braust inn í brúð­kaup Brit­n­ey

Lögregla var kölluð að heimili poppstjörnunnar Britney Spears eftir að Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður hennar til tæplega sextíu klukkutíma, braust inn í brúðkaup hennar og unnustans Sams Asghari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×