„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2022 18:00 Salman Rushdie. EPA/HAYOUNG JEON Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak.
Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira