Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 20:01 Dagur man vel eftir sömu umræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úrræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur. Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.
Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30