Sóla um leikana: Eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er hörð við sig sjálfa eftir heimsleikana um síðustu helgi en ætlar sér um leið að koma sterk til baka á næsta tímabili. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir fer ekkert í felur með það að hún valdið sjálfri sér vonbrigðum með frammistöðunni á heimsleikunum í CrossFit um síðustu helgi. Hún gerði frábærlega með því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu heimsleikum en náði þar ekki alveg markmiðum sínum. Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig. CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig.
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira