Skoðun

Sjókæling á hrauni

Hákon Árnason skrifar

Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram.

Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur.

Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar.

Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar.

Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði.

En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum.

Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu.

Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt.

Höfundur er húsasmiður.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×