Segist lélegasti kylfingurinn sem hefur fjórum sinnum farið holu í höggi Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2022 14:26 Fjöldi góðra kylfinga hefur stundað golf árum og áratugum saman án þess að upplifa það að fara holu í höggi. Það á ekki við um Arnór Guðjohnsen. Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi knattspyrnukappi — einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt —, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Grafarholtsvellinum í gær. Þetta er í fjórða skipti sem Arnór fer holu í höggi en hann segir að þetta hafi verið skemmtilegasta hola-í-höggi hingað til. „Já, þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hana fara ofan í,“ segir Arnór og lýsir fyrri skiptum en þá hefur verið um að ræða blind högg þar sem ekki hefur sést vel á flötina. Tók kærustuna með út á golfvöll ... sem betur fer Fyrsta skiptið sem Arnór fór holu í höggi var fyrir mörgum árum en þá var Arnór að spila með félögum sínum úr fótboltanum, þeim Pétri Péturssyni og Guðmundi Torfasyni. Allt goðsagnir úr boltanum á gömlu Korpunni. Arnór sá þá ekki boltann fara í holuna. „Annað skiptið var í Frakklandi, þegar ég var í Bordeaux. Ég var þá nýskilinn og hafði lítið að gera milli æfinga. Ég var þá byrjaður að leika mér aðeins í golfinu en var þá alltaf einn. Nema þá kom í heimsókn til mín sú sem er núverandi kona mín. Ég reif hana með mér út á völl og fór þá holu í höggi,“ segir Arnór. Þannig er að fjöldi góðra kylfinga hafa leikið golf árum og áratugum saman án þess að upplifa það að fara holu í höggi. Ein helsta martröð kylfinga er að fara holu í höggi og vera einir á ferð, þannig að engin séu vitnin. Leitaði heillengi að kúlunni áður en hún fannst í holunni „Já, sem betur fer var hún með. Þennan eina dag. Þetta var í grenjandi rigningu og upphækkuð flöt þannig að ég sá ekki hvert kúlan fór. Ég leitaði mikið að kúlunni áður en ég fann hana í holunni.“ Í þriðja skipti sem Arnór fór svo holu í höggi voru einnig kona hans og tengdaforeldrar með í för. „Það var í Hveragerði. Þá sá ég ekki heldur vel á grínið. Og leitaði heillengi að kúlunni þar til tengdamamma gólaði upp að það væri nú kúla í holunni. Og jújú, þarna var hún blessunin,“ segir Arnór. Arnór sækir kúluna harla ánægður með sig. Og svo var það í gær. 18. hola á Grafarholtinu, en Arnór spilar í golfhópi, svokölluðum Miðvikudagshópi. „Þar sá ég þetta alla leið og gaman að því. Það hafði ekki gengið vel, það byrjaði ömurlega en ég hafði haldið því fram að það væri nú oft þannig að þá endaði maður vel,“ segir Arnór. Það bólaði hins vegar ekki á því á 17. holunni þar sem Arnór fékk skramba og var þá minntur á það af félögum sínum að þessi speki með góðan endi virtist ekki ætla að ganga eftir. En það fór nú samt svo að lokum. Golfið bjargaði lífi hans „Það hefur ekki gengið vel á þessari holu. Þetta eru einhverjir 128 metrar. Það var meðvindur en ég lét samt vaða með sjöjárninu,“ segir Arnór sem er með 16,4 í forgjöf. Hann segir að það hafi verið afskaplega skemmtilegt að fylgjast með því þegar kúlan fór í holuna. „Ég ætla að halda því fram að ég sé örugglega lélegasti golfarinn sem hefur fjórum sinnum fengið holu í höggi. Ég er sannfærður um það,“ segir Arnór. Gamli knattspyrnukappinn lætur afskaplega vel að golfinu sem íþrótt, það hafi hreinlega bjargað lífi sínu þegar hann þurfti ekki lengur að mæta á fótboltaæfingar. Hann segir að forgjöfin hafi hækkað í sumar en hann byrjaði sumarið með 13 í forgjöf en hún hefur hækkað. Hún gerði það ekki í gær því hann var kominn með 30 punkta og við bættust svo 5 við þetta högg. „Ég er ekki þessi æfingakall. Ég mæti út á völl þegar kemur sumar en fer svo með settið inn í skúr og legg því yfir veturinn.“ Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
„Já, þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hana fara ofan í,“ segir Arnór og lýsir fyrri skiptum en þá hefur verið um að ræða blind högg þar sem ekki hefur sést vel á flötina. Tók kærustuna með út á golfvöll ... sem betur fer Fyrsta skiptið sem Arnór fór holu í höggi var fyrir mörgum árum en þá var Arnór að spila með félögum sínum úr fótboltanum, þeim Pétri Péturssyni og Guðmundi Torfasyni. Allt goðsagnir úr boltanum á gömlu Korpunni. Arnór sá þá ekki boltann fara í holuna. „Annað skiptið var í Frakklandi, þegar ég var í Bordeaux. Ég var þá nýskilinn og hafði lítið að gera milli æfinga. Ég var þá byrjaður að leika mér aðeins í golfinu en var þá alltaf einn. Nema þá kom í heimsókn til mín sú sem er núverandi kona mín. Ég reif hana með mér út á völl og fór þá holu í höggi,“ segir Arnór. Þannig er að fjöldi góðra kylfinga hafa leikið golf árum og áratugum saman án þess að upplifa það að fara holu í höggi. Ein helsta martröð kylfinga er að fara holu í höggi og vera einir á ferð, þannig að engin séu vitnin. Leitaði heillengi að kúlunni áður en hún fannst í holunni „Já, sem betur fer var hún með. Þennan eina dag. Þetta var í grenjandi rigningu og upphækkuð flöt þannig að ég sá ekki hvert kúlan fór. Ég leitaði mikið að kúlunni áður en ég fann hana í holunni.“ Í þriðja skipti sem Arnór fór svo holu í höggi voru einnig kona hans og tengdaforeldrar með í för. „Það var í Hveragerði. Þá sá ég ekki heldur vel á grínið. Og leitaði heillengi að kúlunni þar til tengdamamma gólaði upp að það væri nú kúla í holunni. Og jújú, þarna var hún blessunin,“ segir Arnór. Arnór sækir kúluna harla ánægður með sig. Og svo var það í gær. 18. hola á Grafarholtinu, en Arnór spilar í golfhópi, svokölluðum Miðvikudagshópi. „Þar sá ég þetta alla leið og gaman að því. Það hafði ekki gengið vel, það byrjaði ömurlega en ég hafði haldið því fram að það væri nú oft þannig að þá endaði maður vel,“ segir Arnór. Það bólaði hins vegar ekki á því á 17. holunni þar sem Arnór fékk skramba og var þá minntur á það af félögum sínum að þessi speki með góðan endi virtist ekki ætla að ganga eftir. En það fór nú samt svo að lokum. Golfið bjargaði lífi hans „Það hefur ekki gengið vel á þessari holu. Þetta eru einhverjir 128 metrar. Það var meðvindur en ég lét samt vaða með sjöjárninu,“ segir Arnór sem er með 16,4 í forgjöf. Hann segir að það hafi verið afskaplega skemmtilegt að fylgjast með því þegar kúlan fór í holuna. „Ég ætla að halda því fram að ég sé örugglega lélegasti golfarinn sem hefur fjórum sinnum fengið holu í höggi. Ég er sannfærður um það,“ segir Arnór. Gamli knattspyrnukappinn lætur afskaplega vel að golfinu sem íþrótt, það hafi hreinlega bjargað lífi sínu þegar hann þurfti ekki lengur að mæta á fótboltaæfingar. Hann segir að forgjöfin hafi hækkað í sumar en hann byrjaði sumarið með 13 í forgjöf en hún hefur hækkað. Hún gerði það ekki í gær því hann var kominn með 30 punkta og við bættust svo 5 við þetta högg. „Ég er ekki þessi æfingakall. Ég mæti út á völl þegar kemur sumar en fer svo með settið inn í skúr og legg því yfir veturinn.“
Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira