Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 23:30 Mikll umræða skapaðist um skort á spjöldum í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21