Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08