„Villandi framsetning og illa unnið“ Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 22:59 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið ekki fallast á niðurstöður greinargerða sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem því var haldið fram að svigrúm til launahækkana væri lítið í haust. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira