Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 15:29 Björgunaraðgerðirnar í fullum gangi. Skjáskot Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar. Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira