Sagnfræðingurinn og Pulitzer-hafinn David McCullough látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 17:53 David McCullough við heimili sitt á eyjunni Martha's Vineyard í Massachusetts. AP/Steven Senne David McCullough, sagnfræðingur og tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið. Andlát Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira