Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 12:46 Framhaldsskólar hefjast innan nokkurra vikna og Menntamálastofnun hefur birt gögn um umsóknir í einstaka skóla. Vísir/Hanna Andrésdóttir Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17