Erlent

Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá annan mjaldranna í Vestmannaeyjum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Hér má sjá annan mjaldranna í Vestmannaeyjum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi.

Mjaldurinn er staðsettur í ánni Signu um sjötíu kílómetra norður af París og hafi tilraunir til þess að fá hvalinn til að synda í burt af sjálfsdáðum ekki borið árangur en ekki er vitað hvernig hann komst í þessar aðstæður. BBC greinir frá.

Mjaldurinn hefur ekki borðað frosna síld eða ferskan urriða sem honum hefur verið gefinn. Frönsk yfirvöld eru sögð íhuga það að gefa honum vítamínsprautu til þess að auka matarlyst hans og gefa kraft í þeirri von um að mjaldurinn geti synt að Ermarsundinu og komist á heimaslóðir.

Sérfræðingar segja að nauðsynlegt sé að mjaldurinn sé færður á næstu tveimur sólarhringum ef hann skuli eiga möguleika á að lifa af. Þau beri samt ekki miklar vonir til þess að hann sé fær um að koma sér á réttan stað þrátt fyrir aðstoð en aflífun sé ekki á dagskrá eins og er.

Hér að neðan má sjá mynd af mjaldrinum. 

Mjaldurinn í SignuAP/Sea Shepherd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×