Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 15:30 Gabriel Jesus kom frá Manchester City og hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar. Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar.
Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti