Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 13:03 Anton Sveinn McKee heldur í húmorinn og birti þessar myndir af sér þrátt fyrir erfiða matareitrun og tíðar klósettferðir, eftir að hafa gætt sér á sushi sem sennilega var skemmt. @antonmckee Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans. Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01
Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38
„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36
Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31