Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja og stjórnarmaður hjá Högum, segir að um sé að ræða einfalda aðgerð þar sem eignarhluturinn er færður yfir í félag sem heldur utan fjárfestingar Samherja.
Samherji kom inn í eigendahópinn árið 2018 þegar Hagar tóku yfir Olís, en Samherji hafði verið stærsti eigandi olíufélagsins fyrir samrunann.
Auk eignarhlutarins sem nú hefur verið færður yfir í Kaldbak stendur Samherji einnig að baki tæplega 2,7 prósenta hlut í Högum sem er skráður á safnreikning hjá Íslenskum verðbréfum. Samanlagður hlutur Samherja í smásölurisanum nemur því um 7,2 prósentum sem gerir félagið að fimmta stærsta hluthafanum.
Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.