„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 10:00 Arnar Gunnlaugsson vill sjá hugað Víkingslið gegn Lech Poznan í kvöld. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. „Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00