Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 21:30 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. „Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17