Lífið

Grín og al­vara í bland vegna eld­gossins

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Netverjar eru mis ánægðir með eldgosið.
Netverjar eru mis ánægðir með eldgosið. Getty/ SOPA Images

Eldgos er hafið á ný og viðbrögð á samfélagsmiðlum í takt við það. Netverjar deila ýmist skoðunum á gosinu sjálfu eða afleiðingum þess á meðan Domino's býður upp á frítt gos í tilefni dagsins. 

Frítt gos fylgir með öllum pöntunum á Domino's í dag. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra deildi hugleiðingum sínum varðandi jarðskjálfta og eldgos fyrr í dag en þurfti að uppfæra færsluna þegar gosið hófst. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með fyrirmælum Almannavarna. 

Hrafn Jónsson hugleiðir yfirlýsingar jarðfræðinga fyrir og á meðan gosi stendur. 

Jónas Már Torfason segist hafa þurft að senda „mjög fyndinn tölvupóst“ á danska yfirmenn sína vegna eldgossins. 

Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir heimsfaraldur, gubbupest eða eldgos koma þegar hún ætli að vera dugleg að vinna.

Sumir nýta tækifærið og rifja upp atriði úr áramótaskaupinu. Mögulega anda einhverjir léttar sem fóru ekki að gosinu?

Sigurður Orri Kristjánsson er allavega ekki einn þeirra.

Rétti tíminn til að flytja heim?


Tengdar fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Jarðeldar sáust greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu og staðfestu sérfræðingar Veðurstofunnar í framhaldinu að um eldgos væri að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×