Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 15:31 Beth Mead með öll verðlaunin sem hún vann sér inn á EM kvenna í ár. Getty/Lynne Cameron Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira