Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2022 21:30 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira