Hopp íhugar að grípa til sekta Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2022 16:51 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir grafalvarlegt að fólk skuli leggja rafskutlum þannig að þær stofni lífi fólks í hættu eða hindri för þeirra. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Hopp segist taka það mjög alvarlega að fólk leggi rafskútum svo illa að það stofni lífi fólks í hættu eða hindri för þeirra. Hún segir að ef ástandið batni ekki þurfi fyrirtækið mögulega að grípa til þess að sekta notendur. Vísir talaði í gær við Arndísi Hrund Guðmarsdóttir þar sem hún vakti athygli á því að fólk sem notar hjólastóla, gengur um með barnavagna eða notar hækjur komist ekki ferða sinna um gangstéttir höfuðborgarsvæðisins vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttir. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopps, til að ræða við hana um þessi mál. Sæunn fagnar umræðunni og að fólk veki athygli á þessa enda mjög alvarlegt þegar notendur skilji skúturnar eftir þannig það skapi hættu eða hindri för fólks. Þá segir hún að Hopp sé alvarlega að skoða þessi mál og sé farið að íhuga að beita notendur sektum þó það sé allra síðasta úrræði. „Ef þetta batnar ekki þá þarf að taka til einhverra ráða“ „Ef það er gengið svona illa um hjólin þá þarf að fara setja einhverjar hömlur eins og sektir,“ segir Sæunn. Hins vegar segir hún að að fyrirtækið vilji ekki gera það nema sem síðasta kost enda séu það líklega mestmegnis ungir notendur sem leggi svona sem þau vilji síður sekta. „En ef þetta batnar ekki þá þarf að taka til einhverra ráða,“ bætir hún við. Hún segir að fyrirtækið sé búið að fjölga starfsmönnum og setja af stað sérstakar hjólastígavaktir til að bregðast við gríðaraukinni notkuninni. Í Reykjavík séu sextíu starfsmenn starfandi sem séu á vöktum allan sólarhringinn. Þá fylgist þau líka með vefsíðum á netinu, sérstaklega síðunni „Verst lagða rafskútan“ en einnig inni á Hopp-forritinu til að sjá hvar skúturnar séu staðsettar hverju sinni. „Tilgangur rafskútnanna og örflæðisins er að þær séu til taks“ sem hafi orðið til þess að notendur Hopp fara yfir tíu þúsund ferðir á dag, segir Sæunn. Hún segir þann fjölda notenda sýna því hvað þetta sé mikilvægt samgöngutæki en „ef notendur okkar fara ekki að taka þetta alvarlega þurfum við að grípa til hvimleiðra ráðstafana sem okkur langar ekkert að gera,“ segir Sæunn. Rafskútur þurfi meira pláss í borgarlandinu Sæunn vill samt impra á því að fyrst rafhjólin séu orðin svona mikilvægur samgöngumáti þurfi þau meira pláss í borgarlandinu og það þurfi fleiri stæði. Bæði fyrir notendur skútanna og aðra. Hún nefnir að Reykjavíkurborg hafi komuð upp fimm rafhlaupahjólastæðum í sumar sem hafi verið mjög mikilvægt en það þurfi meira til. Egill Aðalsteinsson Þá sé Hopp byrjað að búa til stensla og setja upp merkingar við fjölbýlishús og verslanir fólki að kostnaðarlausu. Sem dæmi nefnir hún verslunarmiðstöðina Austurver þar sem forsvarsaðilar sáu hvað rafskúturnar voru mikilvægar fyrir viðskiptavini en þær væru um leið á of mikilli dreif. Hopp kom þá á staðinn og settu upp stæði sitt hvoru megin við innganginn. Það hefði beint fólki á réttan stað. Sjálf segist hún vona að það komi rafskútustæði við allar strætóstoppistöðvar og fyrir framan hverja einustu opinberu byggingu. Jafnframt ættu öll fjölbýlishús sem eru með hjólastæði líka að hafa merkingar fyrir rafskúturnar. Sektir síðasta úrræði Sæunn segir að núna þurfi notendur að taka mynd af rafskutlunni eftir að þeir skila skútunni af sér. Aðspurð hver viðurlögin séu núna við því að leggja skutlunni illa, segir Sæunn að þau séu engin. Fyrirtækið hafi þó haft samband við fólk til að áminna það fyrir slæman frágang. Lesendur hafa eflaust séð frágang á borð við þennan á ferðum sínum um höfuðborgarsvæðið.Vísir/Vilhelm Þá ætli fyrirtækið einnig að vekja athygli fólks á því að leggja skútunum betur í markaðsefni sínu og reyna þannig að hafa áhrif. Ef það skili ekki árangri þá þurfi þau að skoða það að fara yfir myndir og sekta þá sem gangi illa frá skútunum. En það sé síðasta úrræði. Sæunn segir að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka alvarlega af því rafskúturnar séu svo mikilvægar fyrir samgönguflóruna. En yfirvöld þurfi líka að taka þátt í þessu, stuðla að bættum samgöngum með aukinni uppbyggingu. „Við viljum Samgöngustofuna með okkur og við þurfum að taka vitundarvakningu um að við þurfum að ferðast öðruvísi en á bílum og þá þurfum við öll að passa okkur,“ segir Sæunn. Samgöngur Rafhlaupahjól Tengdar fréttir „Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. 1. ágúst 2022 19:28 „Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. 11. maí 2022 09:08 Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Vísir talaði í gær við Arndísi Hrund Guðmarsdóttir þar sem hún vakti athygli á því að fólk sem notar hjólastóla, gengur um með barnavagna eða notar hækjur komist ekki ferða sinna um gangstéttir höfuðborgarsvæðisins vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttir. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopps, til að ræða við hana um þessi mál. Sæunn fagnar umræðunni og að fólk veki athygli á þessa enda mjög alvarlegt þegar notendur skilji skúturnar eftir þannig það skapi hættu eða hindri för fólks. Þá segir hún að Hopp sé alvarlega að skoða þessi mál og sé farið að íhuga að beita notendur sektum þó það sé allra síðasta úrræði. „Ef þetta batnar ekki þá þarf að taka til einhverra ráða“ „Ef það er gengið svona illa um hjólin þá þarf að fara setja einhverjar hömlur eins og sektir,“ segir Sæunn. Hins vegar segir hún að að fyrirtækið vilji ekki gera það nema sem síðasta kost enda séu það líklega mestmegnis ungir notendur sem leggi svona sem þau vilji síður sekta. „En ef þetta batnar ekki þá þarf að taka til einhverra ráða,“ bætir hún við. Hún segir að fyrirtækið sé búið að fjölga starfsmönnum og setja af stað sérstakar hjólastígavaktir til að bregðast við gríðaraukinni notkuninni. Í Reykjavík séu sextíu starfsmenn starfandi sem séu á vöktum allan sólarhringinn. Þá fylgist þau líka með vefsíðum á netinu, sérstaklega síðunni „Verst lagða rafskútan“ en einnig inni á Hopp-forritinu til að sjá hvar skúturnar séu staðsettar hverju sinni. „Tilgangur rafskútnanna og örflæðisins er að þær séu til taks“ sem hafi orðið til þess að notendur Hopp fara yfir tíu þúsund ferðir á dag, segir Sæunn. Hún segir þann fjölda notenda sýna því hvað þetta sé mikilvægt samgöngutæki en „ef notendur okkar fara ekki að taka þetta alvarlega þurfum við að grípa til hvimleiðra ráðstafana sem okkur langar ekkert að gera,“ segir Sæunn. Rafskútur þurfi meira pláss í borgarlandinu Sæunn vill samt impra á því að fyrst rafhjólin séu orðin svona mikilvægur samgöngumáti þurfi þau meira pláss í borgarlandinu og það þurfi fleiri stæði. Bæði fyrir notendur skútanna og aðra. Hún nefnir að Reykjavíkurborg hafi komuð upp fimm rafhlaupahjólastæðum í sumar sem hafi verið mjög mikilvægt en það þurfi meira til. Egill Aðalsteinsson Þá sé Hopp byrjað að búa til stensla og setja upp merkingar við fjölbýlishús og verslanir fólki að kostnaðarlausu. Sem dæmi nefnir hún verslunarmiðstöðina Austurver þar sem forsvarsaðilar sáu hvað rafskúturnar voru mikilvægar fyrir viðskiptavini en þær væru um leið á of mikilli dreif. Hopp kom þá á staðinn og settu upp stæði sitt hvoru megin við innganginn. Það hefði beint fólki á réttan stað. Sjálf segist hún vona að það komi rafskútustæði við allar strætóstoppistöðvar og fyrir framan hverja einustu opinberu byggingu. Jafnframt ættu öll fjölbýlishús sem eru með hjólastæði líka að hafa merkingar fyrir rafskúturnar. Sektir síðasta úrræði Sæunn segir að núna þurfi notendur að taka mynd af rafskutlunni eftir að þeir skila skútunni af sér. Aðspurð hver viðurlögin séu núna við því að leggja skutlunni illa, segir Sæunn að þau séu engin. Fyrirtækið hafi þó haft samband við fólk til að áminna það fyrir slæman frágang. Lesendur hafa eflaust séð frágang á borð við þennan á ferðum sínum um höfuðborgarsvæðið.Vísir/Vilhelm Þá ætli fyrirtækið einnig að vekja athygli fólks á því að leggja skútunum betur í markaðsefni sínu og reyna þannig að hafa áhrif. Ef það skili ekki árangri þá þurfi þau að skoða það að fara yfir myndir og sekta þá sem gangi illa frá skútunum. En það sé síðasta úrræði. Sæunn segir að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka alvarlega af því rafskúturnar séu svo mikilvægar fyrir samgönguflóruna. En yfirvöld þurfi líka að taka þátt í þessu, stuðla að bættum samgöngum með aukinni uppbyggingu. „Við viljum Samgöngustofuna með okkur og við þurfum að taka vitundarvakningu um að við þurfum að ferðast öðruvísi en á bílum og þá þurfum við öll að passa okkur,“ segir Sæunn.
Samgöngur Rafhlaupahjól Tengdar fréttir „Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. 1. ágúst 2022 19:28 „Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. 11. maí 2022 09:08 Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. 1. ágúst 2022 19:28
„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. 11. maí 2022 09:08
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14