Skaut á stóru klúbbana í Englandi fyrir að vilja ekki hýsa leiki á EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 11:00 Alex Scott starfaði fyrir BBC í kringum Evrópumótið í Englandi. Getty/Alex Pantling Það voru aðeins fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem voru tilbúinn að taka við leikjum á EM kvenna í ár og hin sextán félögin fengu að heyra það frá Alex Scott eftir úrslitaleikinn. Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei. Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei.
Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira