Finau með yfirburði er hann vann annað mótið í röð: „Yndislegar tvær vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:01 Finau er í miklu stuði þessa dagana. Mike Mulholland/Getty Images Tony Finau er í miklu stuði á PGA-mótaröðinni í golfi þessa dagana. Hann vann mót helgarinnar nokkuð örugglega og hefur nú fagnað sigri á tveimur mótum í röð. Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira