Ertu í sumarfríi? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 29. júlí 2022 13:00 Um þessar mundir er stór hluti þjóðarinnar í sumarleyfi og keppist við að njóta lífsins, hvort sem er á landinu okkar bjarta og iðjagræna eða á erlendri grundu. Flest leggjum við áherslu á að hlaða batteríin og njóta samveru með fjölskyldu eða vinum. Mörg leggja rækt við áhugamál sín, s.s. bókalestur, sund, og notalegar gönguferðir eða orkufrekari athafnir, líkt og fjallgöngur, hlaup og hjólreiðar. Við finnum líka fyrir þrýstingi til þess að vera virkilega að njóta lífsins og gera eitthvað stórkostlega skemmtilegt. En hvað leitar á hugann og hve mikill tími fer í eirðarlaust ráf um samfélagsmiðla eða jafnvel í að skoða tölvupóst og netsamskipti tengd vinnunni? Það gæti verið mun meiri tími en þig grunar. Að ná fókus Á fjörur mínar rak áhugaverða bók sem ég hef gluggað í nú sumarleyfinu og ber heitið Stolen focus. Why you can‘t pay attention? Höfundurinn, skoskur blaðamaður og samfélagsrýnir að nafni Johann Hari, lýsir því hvernig fjöl- og samfélagsmiðlafyrirtæki beita markvissum aðferðum til að taka yfir tíma og athygli fólks, og gera okkur að endingu erfitt um vik að einbeita okkur að því sem skiptir raunverulegu máli. Texti, skilaboð, myndbönd – eru gerð til að vera grípandi, beinskeytt, stutt og okkur er gefinn ýmis konar vettvangur til að miðla okkar lífi, skoðunum, viðburðum, tilfinningum á sama hátt. Bóklestur er hverfandi iðja á heimilum landsins, jafnvel gallhörðustu bókaormar* lesa mun minna en áður (*lesist ég sjálf). Á sama tíma greina rannsakendur margföldun á tíðni kvíða og þunglyndis, sem og ADHD og samskonar greininga, bæði á börnum og fullorðnum. Skyldu vera tengsl þarna á milli? Hari telur svo vera og minnir okkur á að til þess að geta sett sér persónuleg markmið og unnið að þeim skipulega þá þarf hver og einn að fá frið, tíma og svigrúm. Hið eilífa áreiti Í bókinni kemur fram að hinn almenni bandaríski starfsmaður fái sjaldan klukkutíma til einbeitingar án truflunar á vinnutíma. Jafnframt kemur fram að rannsóknir sýni að það taki okkur að jafnaði rúmlega 20 mínútur að ná aftur einbeitingu eftir truflun. Sama gildir um frítímann. Hve oft lítum við á símann okkar þegar við erum: að spjalla við barnið okkar, eyða kvöldstund með vinum, í göngutúr á fjalli, í heita pottinum, að horfa á sjónvarpsþátt? Mörg okkar eru ávallt með símann eða annað snjalltæki innan seilingar og höfum vanist því að vera tengd í sífellu, geta brugðist umsvifalaust við skilaboðum frá fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Vissulega getur þetta skapað hagræði og að minnsta kosti er ljóst að tæknin skapar sveigjanleika. En hún hefur dekkri hliðar sem markaðsöflin nýta sér blygðunarlaust til að kortleggja hegðun okkar og jafnvel hugsanir. Hefur tæknin ef til vill skert lífsgæði okkar? Erum við að nýta tímann til að efla okkur sjálf og fólkið í kringum okkur? Fjarvinna og frítími Á undanförnum árum hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á lífsháttum og starfsumhverfi í vestrænum þjóðfélögum. Stafrænt og sveigjanlegt starfsumhverfi einkennir nú marga vinnustaði og ljóst að skil á milli vinnu og einkalífs eru oft og tíðum óljós. Árið 2016 settu Frakkar lög í því skyni að tryggja réttindi starfsfólks til að „aftengjast“, þar sem stærri fyrirtækjum er gert óheimilt að senda starfsfólki tölvupóst utan hefðbundins vinnutíma. Raunar er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir skuli gera samkomulag við starfsfólk um hvernig vinna eigi gegn því að starfið flæði yfir í frítíma þess. Líklega þurfum við hvert og eitt að líta í eigin barm, en mikilvægast af öllu er þó að hér á landi verði mótuð framtíðarsýn og samfélagslegur sáttmáli um hvers konar lífi við viljum lifa. Frítími skiptir miklu máli Rannsóknir hafa sýnt að það sem við gerum í frítíma okkar skiptir miklu máli og hefur mun meiri áhrif á velgengni og heilsu en við getum gert okkur í hugarlund. Raunar er innan menntavísinda til heil fræðigrein sem ber heitið tómstunda- og félagsmálafræði og felst í því að rannsaka hvaða áhrif athafnir á vettvangi frítíma hafa á þroska og velferð okkar, óháð aldri. Það er nefnilega þannig að frítíminn hættir ekki að skipta máli þó við eldumst. Raunar má segja að það hvernig við nýtum frítímann skipti sífellt meira máli, ekki síst þegar skil frítíma og starfs verða óskýr. Sem menntaskólanema kom mér mikið á óvart þegar félagsfræðikennarinn upplýsti að frá fyrstu samfélögum veiðimanna og safnara þá hefur frítími mannfólks minnkað gríðarlega samfara iðnvæðingu og tækniþróun. (Ég varð næstum því jafnhissa og þegar líffræðikennarinn upplýsti að eftir um fimm milljarði ára verði eldsneyti sólarinnar uppurið, hún muni þenjast út og gleypa jörðina, áður en hún falli saman í hvítan dverg.) Erum við að fjarlægjast það sem skiptir mestu máli? Stórkostlegar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað og munu halda áfram að eiga sér stað. Þó margar þeirra hafi jákvæð áhrif á lífsgæði og opni magnaða möguleika til samskipta og sveigjanleika þá bendir margt til þess að kerfislægir menningarlegir fjötrar hefti okkur til sjálfstæðrar hugsunar um það sem raunverulega gefi lífi hvers og eins gildi. Samfélagsrýnar, líkt og Johann Hari, benda á að þó að hver og ein manneskja geti vissulega breytt lífsstíl sínum og haft þannig jákvæð áhrif á eigið líf, þá séu félagslegu og stofnanalegu öflin gríðarsterk og mótandi. Við vitum líka að fjárhagur og félagsleg staða ræður miklu um möguleika fólks til þess að móta eigið líf. Þess vegna verður að eiga sér stað gagnrýnin og ítarleg umræða um það hvernig fólki er gert kleift að njóta þess að vera til og eiga uppbyggilegan frítíma. Bók Haris bendir til þess að skipulega sé grafið undan hæfileika okkar og svigrúmi til að einbeita okkur að því sem skiptir raunverulegu máli, hugsa um hvert við stefnum og hvernig við skipuleggjum okkar eigið líf. Við þurfum að endurheimta þennan fókus. Höfundur er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og forseti Menntavísindasviðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Heilsa Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er stór hluti þjóðarinnar í sumarleyfi og keppist við að njóta lífsins, hvort sem er á landinu okkar bjarta og iðjagræna eða á erlendri grundu. Flest leggjum við áherslu á að hlaða batteríin og njóta samveru með fjölskyldu eða vinum. Mörg leggja rækt við áhugamál sín, s.s. bókalestur, sund, og notalegar gönguferðir eða orkufrekari athafnir, líkt og fjallgöngur, hlaup og hjólreiðar. Við finnum líka fyrir þrýstingi til þess að vera virkilega að njóta lífsins og gera eitthvað stórkostlega skemmtilegt. En hvað leitar á hugann og hve mikill tími fer í eirðarlaust ráf um samfélagsmiðla eða jafnvel í að skoða tölvupóst og netsamskipti tengd vinnunni? Það gæti verið mun meiri tími en þig grunar. Að ná fókus Á fjörur mínar rak áhugaverða bók sem ég hef gluggað í nú sumarleyfinu og ber heitið Stolen focus. Why you can‘t pay attention? Höfundurinn, skoskur blaðamaður og samfélagsrýnir að nafni Johann Hari, lýsir því hvernig fjöl- og samfélagsmiðlafyrirtæki beita markvissum aðferðum til að taka yfir tíma og athygli fólks, og gera okkur að endingu erfitt um vik að einbeita okkur að því sem skiptir raunverulegu máli. Texti, skilaboð, myndbönd – eru gerð til að vera grípandi, beinskeytt, stutt og okkur er gefinn ýmis konar vettvangur til að miðla okkar lífi, skoðunum, viðburðum, tilfinningum á sama hátt. Bóklestur er hverfandi iðja á heimilum landsins, jafnvel gallhörðustu bókaormar* lesa mun minna en áður (*lesist ég sjálf). Á sama tíma greina rannsakendur margföldun á tíðni kvíða og þunglyndis, sem og ADHD og samskonar greininga, bæði á börnum og fullorðnum. Skyldu vera tengsl þarna á milli? Hari telur svo vera og minnir okkur á að til þess að geta sett sér persónuleg markmið og unnið að þeim skipulega þá þarf hver og einn að fá frið, tíma og svigrúm. Hið eilífa áreiti Í bókinni kemur fram að hinn almenni bandaríski starfsmaður fái sjaldan klukkutíma til einbeitingar án truflunar á vinnutíma. Jafnframt kemur fram að rannsóknir sýni að það taki okkur að jafnaði rúmlega 20 mínútur að ná aftur einbeitingu eftir truflun. Sama gildir um frítímann. Hve oft lítum við á símann okkar þegar við erum: að spjalla við barnið okkar, eyða kvöldstund með vinum, í göngutúr á fjalli, í heita pottinum, að horfa á sjónvarpsþátt? Mörg okkar eru ávallt með símann eða annað snjalltæki innan seilingar og höfum vanist því að vera tengd í sífellu, geta brugðist umsvifalaust við skilaboðum frá fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Vissulega getur þetta skapað hagræði og að minnsta kosti er ljóst að tæknin skapar sveigjanleika. En hún hefur dekkri hliðar sem markaðsöflin nýta sér blygðunarlaust til að kortleggja hegðun okkar og jafnvel hugsanir. Hefur tæknin ef til vill skert lífsgæði okkar? Erum við að nýta tímann til að efla okkur sjálf og fólkið í kringum okkur? Fjarvinna og frítími Á undanförnum árum hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á lífsháttum og starfsumhverfi í vestrænum þjóðfélögum. Stafrænt og sveigjanlegt starfsumhverfi einkennir nú marga vinnustaði og ljóst að skil á milli vinnu og einkalífs eru oft og tíðum óljós. Árið 2016 settu Frakkar lög í því skyni að tryggja réttindi starfsfólks til að „aftengjast“, þar sem stærri fyrirtækjum er gert óheimilt að senda starfsfólki tölvupóst utan hefðbundins vinnutíma. Raunar er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir skuli gera samkomulag við starfsfólk um hvernig vinna eigi gegn því að starfið flæði yfir í frítíma þess. Líklega þurfum við hvert og eitt að líta í eigin barm, en mikilvægast af öllu er þó að hér á landi verði mótuð framtíðarsýn og samfélagslegur sáttmáli um hvers konar lífi við viljum lifa. Frítími skiptir miklu máli Rannsóknir hafa sýnt að það sem við gerum í frítíma okkar skiptir miklu máli og hefur mun meiri áhrif á velgengni og heilsu en við getum gert okkur í hugarlund. Raunar er innan menntavísinda til heil fræðigrein sem ber heitið tómstunda- og félagsmálafræði og felst í því að rannsaka hvaða áhrif athafnir á vettvangi frítíma hafa á þroska og velferð okkar, óháð aldri. Það er nefnilega þannig að frítíminn hættir ekki að skipta máli þó við eldumst. Raunar má segja að það hvernig við nýtum frítímann skipti sífellt meira máli, ekki síst þegar skil frítíma og starfs verða óskýr. Sem menntaskólanema kom mér mikið á óvart þegar félagsfræðikennarinn upplýsti að frá fyrstu samfélögum veiðimanna og safnara þá hefur frítími mannfólks minnkað gríðarlega samfara iðnvæðingu og tækniþróun. (Ég varð næstum því jafnhissa og þegar líffræðikennarinn upplýsti að eftir um fimm milljarði ára verði eldsneyti sólarinnar uppurið, hún muni þenjast út og gleypa jörðina, áður en hún falli saman í hvítan dverg.) Erum við að fjarlægjast það sem skiptir mestu máli? Stórkostlegar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað og munu halda áfram að eiga sér stað. Þó margar þeirra hafi jákvæð áhrif á lífsgæði og opni magnaða möguleika til samskipta og sveigjanleika þá bendir margt til þess að kerfislægir menningarlegir fjötrar hefti okkur til sjálfstæðrar hugsunar um það sem raunverulega gefi lífi hvers og eins gildi. Samfélagsrýnar, líkt og Johann Hari, benda á að þó að hver og ein manneskja geti vissulega breytt lífsstíl sínum og haft þannig jákvæð áhrif á eigið líf, þá séu félagslegu og stofnanalegu öflin gríðarsterk og mótandi. Við vitum líka að fjárhagur og félagsleg staða ræður miklu um möguleika fólks til þess að móta eigið líf. Þess vegna verður að eiga sér stað gagnrýnin og ítarleg umræða um það hvernig fólki er gert kleift að njóta þess að vera til og eiga uppbyggilegan frítíma. Bók Haris bendir til þess að skipulega sé grafið undan hæfileika okkar og svigrúmi til að einbeita okkur að því sem skiptir raunverulegu máli, hugsa um hvert við stefnum og hvernig við skipuleggjum okkar eigið líf. Við þurfum að endurheimta þennan fókus. Höfundur er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og forseti Menntavísindasviðs HÍ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun