Júlíveiðin tekur kipp Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2022 09:38 Nýjar veiðitölur eru komnar í hús Mynd: Nils Folmer Nýjar tölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær og það sést greinilega að seinni partur júlí er að skila góðri veiði í mörgum ánum. Rangárnar standa þar algjörlega upp úr en Ytri Rangá er á fljúgandi siglingu þessa dagana og sama má segja um Eystri Rangá. Ytri er komin með 1.182 laxa og veiðitölurnar gætu alveg verið hærri því það er mikið af laxi í ánni. Veiðistaðir eins og Stallmýrarfljót, 17a, Klöpp, Nýa Gunnugilsbreiða og Djúpós eru vel setnir og það er mikið af laxi að ganga. Sem dæmi var ein stöng með 14 laxa á þremur tímum á svæði 3 í frekar erfiðum skilyrðum. Eystri Rangá er komin í góðan gír með 855 laxa eftir góða veiði í liðinni viku en hún kemst samt ekki upp fyrir Þverá - Kjarrá en þar hafa veiðst 865 laxar. Norðurá er komin í 805 laxa og Urriðafoss vermir svo fimmta sætið með 762 laxa. Næstu ár á eftir eru líka í góðum málum en Langá er komin í 525 laxa, haffjarðará í 497 laxa og Elliðaárnar með 457 laxa. Vonbrigðin verða líklega helst við að sjá tölurnar í Miðfjarðará en þar eru veiðitölur langt undir væntingum en aðeins hafa veiðst452 laxar í þessari á sem hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið í röð þeirra aflahæstu. Blanda er svo aðeins með 302 laxa og hún á líklega ekki eftir að bæta miklu við. Hrútafjarðará hefur aðeins 36 laxa bókaða sem er ansi lítið á þessum árstíma. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Rangárnar standa þar algjörlega upp úr en Ytri Rangá er á fljúgandi siglingu þessa dagana og sama má segja um Eystri Rangá. Ytri er komin með 1.182 laxa og veiðitölurnar gætu alveg verið hærri því það er mikið af laxi í ánni. Veiðistaðir eins og Stallmýrarfljót, 17a, Klöpp, Nýa Gunnugilsbreiða og Djúpós eru vel setnir og það er mikið af laxi að ganga. Sem dæmi var ein stöng með 14 laxa á þremur tímum á svæði 3 í frekar erfiðum skilyrðum. Eystri Rangá er komin í góðan gír með 855 laxa eftir góða veiði í liðinni viku en hún kemst samt ekki upp fyrir Þverá - Kjarrá en þar hafa veiðst 865 laxar. Norðurá er komin í 805 laxa og Urriðafoss vermir svo fimmta sætið með 762 laxa. Næstu ár á eftir eru líka í góðum málum en Langá er komin í 525 laxa, haffjarðará í 497 laxa og Elliðaárnar með 457 laxa. Vonbrigðin verða líklega helst við að sjá tölurnar í Miðfjarðará en þar eru veiðitölur langt undir væntingum en aðeins hafa veiðst452 laxar í þessari á sem hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið í röð þeirra aflahæstu. Blanda er svo aðeins með 302 laxa og hún á líklega ekki eftir að bæta miklu við. Hrútafjarðará hefur aðeins 36 laxa bókaða sem er ansi lítið á þessum árstíma.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði