Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2019 08:23 Nú fara veiðimenn landsins að flykkjast í vötnin og ná í bleikju í soðið. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðikortið er líklega ódýrasta veiðileyfi sem nokkur veiðimaður getur verið með í vasanum og vinsældir þess aukast á hverju ári. Það er kannski ekki skrítið að Veiðikortið sé vinsælt því það er bæði ódýrt og veitir leyfi í 34 vatnasvæði víðsvegar um landið og innan kortsins eru nokkur af vinsælustu vötnum landsins. Þar má kannski helst nefna Þingvallavatn, Elliðavatn, Gíslholtsvatn, Hraunsfjörð, Kleifarvatn, Úlfljótsvatn, Vífilstaðavatn og vötnin í Svínadal svo nokkur séu nefnd. Veiði er þegar hafin af þeim vötnum sem opin eru fyrir veiði eftir að ís fer af vötnunum en hin vötnin opna nú hvert af öðru. Elliðavatn opnar á sumardaginn fyrsta og það má reikna með því eins og venjulega að margir sæki vatnið heim á þeim degi. Veiðivísir ætlar í tilefni af því að veiðitímabilið er loksins hafið að gefa nokkrum heppnum nýjum vinum og gömlum vinum Veiðikortið að gjöf af tilefni sumarkomunnar. Það sem þú þarft að gera er að heimsækja Facebooksíðu Veiðivísis og þú getur gert það hér, smella á LIKE og þar með ert þú orðinn nýr vinur og kominn í pottinn. Við drögum út bæði í hóp nýrra og þeirra sem þegar eru vinir okkar svo það eiga allir möguleika. Á hverju veiðitímabili höfum við boðið heppnum Facebook vinum okkar í veiði svo það er til mikils að vinna. Gleðilegt sumar og góða veiði! Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Veiðikortið er líklega ódýrasta veiðileyfi sem nokkur veiðimaður getur verið með í vasanum og vinsældir þess aukast á hverju ári. Það er kannski ekki skrítið að Veiðikortið sé vinsælt því það er bæði ódýrt og veitir leyfi í 34 vatnasvæði víðsvegar um landið og innan kortsins eru nokkur af vinsælustu vötnum landsins. Þar má kannski helst nefna Þingvallavatn, Elliðavatn, Gíslholtsvatn, Hraunsfjörð, Kleifarvatn, Úlfljótsvatn, Vífilstaðavatn og vötnin í Svínadal svo nokkur séu nefnd. Veiði er þegar hafin af þeim vötnum sem opin eru fyrir veiði eftir að ís fer af vötnunum en hin vötnin opna nú hvert af öðru. Elliðavatn opnar á sumardaginn fyrsta og það má reikna með því eins og venjulega að margir sæki vatnið heim á þeim degi. Veiðivísir ætlar í tilefni af því að veiðitímabilið er loksins hafið að gefa nokkrum heppnum nýjum vinum og gömlum vinum Veiðikortið að gjöf af tilefni sumarkomunnar. Það sem þú þarft að gera er að heimsækja Facebooksíðu Veiðivísis og þú getur gert það hér, smella á LIKE og þar með ert þú orðinn nýr vinur og kominn í pottinn. Við drögum út bæði í hóp nýrra og þeirra sem þegar eru vinir okkar svo það eiga allir möguleika. Á hverju veiðitímabili höfum við boðið heppnum Facebook vinum okkar í veiði svo það er til mikils að vinna. Gleðilegt sumar og góða veiði!
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði