Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. júlí 2022 15:00 Hreimur ásamt dóttur sinni Emblu en þau fara saman á Þjóðhátíð í ár. Aðsend Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Hreimur syngur eitt frægasta Þjóðhátíðarlag okkar tíma, Lífið er yndislegt.Aðsend Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Það var árið 1997. Land og Synir voru þarna algjörlega óþekkt hljómsveit nýbúnir að gefa út lagið Vöðvastæltur og voru fengnir til að spila á stóra sviðinu yfir dag-dagskránni sem að var ekki beint fjölsótt af þjóðhátíðargestum, en við þóttum standa okkur það vel að okkur var boðið að spila á kvöldvökunni líka. Það átti eftir að reynast okkur gæfuspor. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Fólkið, staðsetningin, tónlistin. Einstaka innlit í hvít tjöld þar sem allir velkomnir. Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Ég mun gefa mig allan í þetta og skil allt mitt eftir á sviðinu í Eyjum. Göngum í takt verður loksins flutt á Þjóðhátíð. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Ég veit þú kemur er auðvitað ein af perlum hátíðarinnar og eitt af mínum uppáhalds þjóðhátíðarlögum svo hafa bara komið út aragrúi af frábærum lögum eftir aldamótin. Annars finnst mér Ástin á sér stað líka algjörlega meiriháttar lag. Svo þykir mér nú afskaplega vænt um Þjóðhátíðarlögin mín sex. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Ég verð þarna í góðum hópi Aldamóta tónlistarmanna, Embla dóttir mín verður með mér líka svo ég ætla bara að reyna að njóta hverrar einustu mínútu. Loksins verður Þjóðhátíðin haldin aftur, hlakka til að sjá ykkur! Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 „Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00 „Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. 27. júlí 2022 11:31 „Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 „Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. 18. júlí 2022 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Hreimur syngur eitt frægasta Þjóðhátíðarlag okkar tíma, Lífið er yndislegt.Aðsend Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Það var árið 1997. Land og Synir voru þarna algjörlega óþekkt hljómsveit nýbúnir að gefa út lagið Vöðvastæltur og voru fengnir til að spila á stóra sviðinu yfir dag-dagskránni sem að var ekki beint fjölsótt af þjóðhátíðargestum, en við þóttum standa okkur það vel að okkur var boðið að spila á kvöldvökunni líka. Það átti eftir að reynast okkur gæfuspor. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Fólkið, staðsetningin, tónlistin. Einstaka innlit í hvít tjöld þar sem allir velkomnir. Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Ég mun gefa mig allan í þetta og skil allt mitt eftir á sviðinu í Eyjum. Göngum í takt verður loksins flutt á Þjóðhátíð. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Ég veit þú kemur er auðvitað ein af perlum hátíðarinnar og eitt af mínum uppáhalds þjóðhátíðarlögum svo hafa bara komið út aragrúi af frábærum lögum eftir aldamótin. Annars finnst mér Ástin á sér stað líka algjörlega meiriháttar lag. Svo þykir mér nú afskaplega vænt um Þjóðhátíðarlögin mín sex. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Ég verð þarna í góðum hópi Aldamóta tónlistarmanna, Embla dóttir mín verður með mér líka svo ég ætla bara að reyna að njóta hverrar einustu mínútu. Loksins verður Þjóðhátíðin haldin aftur, hlakka til að sjá ykkur!
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 „Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00 „Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. 27. júlí 2022 11:31 „Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 „Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. 18. júlí 2022 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31
„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00
„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. 27. júlí 2022 11:31
„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31
„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31
„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. 18. júlí 2022 12:30