Lífið

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Elísabet Hanna skrifar
Stelpurnar eru spenntar að deila þáttunum með áhorfendum.
Stelpurnar eru spenntar að deila þáttunum með áhorfendum. Stöð 2

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

„Það er skrítið að það sé allt í einu komið að þessu en þetta er búið að vera langt og mjög skemmtilegt ferli,“ segir Birgitta Líf og bætir við:

„Það verður gaman að deila afrakstrinum með áhorfendum og við erum spenntar að fólk fái að sjá meira af okkar lífi en ekki bara það sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Við erum stoltar af útkomunni og vonum að aðrir hafi jafn gaman af því að horfa á þá og við höfðum í ferlinu.“

Klippa: LXS sýnishorn

Nærmynd af þeirra lífi

Þættirnir fara í loftið þann 17. ágúst en um er að ræða sex þátta seríu þar sem skyggnst er inn í líf LXS stelpnanna sem hafa vakið mikla athygli sem áhrifavaldar síðustu ár. Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast þeim í nærmynd og fá að sjá nánar frá þeirra víðfrægu ferðum sem hafa reglulega ratað í fjölmiðla.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×