Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 15:22 Rússar beindu eldflaugum sínum meðal annars að höfninni í Odessa sem er ein þriggja mikilvægust útflutningshafna Úkraínu. AP/borgarstjórn Odessa Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38