Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 14:15 Sérstaklega mikil húsnæðisuppbygging hefur verið á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09