Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Okkar raunverulega líf og síðan lífið á samfélagsmiðlum“ Elísabet Hanna skrifar 27. júlí 2022 10:30 Aðsend Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. Erla er búsett í Danmörki ásamt Frey Alexandersyni, knattspyrnuþjálfara og þremur börnum. Erla segir það tilvalið að nýta sumarið til þess að innleiða góðar venjur sem miða að því að auka vellíðan okkar og segir það sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra í sumarfríi með börnunum sínum. Hún ætlar næstu vikurnar að deila einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Lifum tvöföldu lífi Það er stundum eins og nútímafólk lifi tvöföldu lífi. Það er okkar raunverulega líf og síðan lífið á samfélagsmiðlum. Síðara gefur oft ranga mynd af raunveruleikanum og dregur okkur frá núinu. Það að verja of löngum tíma í það að skoða líf annarra á samfélagsmiðlum dregur þig lengra frá því að lifa þínu lífi í meðvitund. Það að lifa núvituðu lífi felst m.a í því að taka þátt í eigin lífi með fullri athygli. Að vera meðvitaður um það sem er að gerast hverju sinni og dvelja hvorki í fortíð né framtíð. Það að tileinka sér núvitaða lífshætti t.d. að einbeita sér að einu í einu og virkilega setja gæði í það sem þú gerir hverju sinni getur minnkað streitu og aukið tengsl þín við fólkið þitt sem síðan eykur lífsgæði þín. Jon Kabat Zinn sagði; „Mindfulness practise means that we commit fully in each moment to be present; inviting ourselves to interface with this moment in full awareness.“ Aðsend. Samfélagsmiðlar komnir til að vera Samfélagsmiðlar eru hins vegar komnir til að vera og eins og með allt er margt jákvætt þar á ferð en það er á okkar ábyrgð sem notendur hvernig við notum þá miðla. Það er nefnilega á okkar ábyrgð hvað við innbyrðum í þeim veruleika og ef samfélagsmiðlar og þeir sem við fylgjum ýta af stað óþægilegum tilfinningum þá ættum við kannski að láta vera að fylgja þeim meðan við vinnum með þessar tilfinningar því það er eitthvað sem liggur þar að baki sem krefst sjálfskoðunar af okkar hálfu. Vanda valið vel Það þarf að vanda vel hvað við veljum að horfa og hlusta á, hvort sem það er í raunheimi eða netheimi. Allt sem við gerum, segjum og tökum inn í gegnum skynfærin skapa þann veruleika sem við lifum í. Það er gott öðru hverju að staldra við og virkilega íhuga hvað þú ert að nota tíma þinn í, hversu mikið ert þú t.d. á samfélagsmiðlum að skoða líf annarra. Á meðan ert þú ekki þátttakandi í þínu raunverulega lífi. Ég tel okkur mannfólkið þurfa að færa okkur meira í núið og það gerist ekki með of mikillri skjánotkun. Of mikill tími við skjáinn Ég held að við öll gerumst sek um að verja of miklum tíma á bak við skjáinn. Ég tók mér eitt sinn mánaðarpásu frá samfélagsmiðlum og þrátt fyrir að vera „off“ á samfélagsmiðlum hefur mér aldrei liðið eins mikið „on“ í lífinu og einmitt þá. Þrátt fyrir gnægð af hugmyndum og innblæstri sem ég sæki mér á samfélgsmiðlum þá hef ég sjaldan verið eins skapandi og þegar ég var ekki að skoða allt það sem aðrir eru að gera því ég var að einblína á það sem ég var að gera. Ég var ekki í samanburði við aðra sem flest okkar förum ósjálfrátt í öðru hverju og fann því til meiri sáttar við það sem er. Ég fann fyrir aukinni hugarró því hlutirnir gerast hratt á samfélagsmiðlum og við tökum inn mikið af upplýsingum á skömmum tíma og ég hreinlega held að heilabúið okkar ráði ekki við þetta magn. Meðvituð nærvera mín eða núvitund jókst til muna og öll tengsl við sjálfa mig og aðra varð einhvern veginn skýrari. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Mikilvægt að taka pásu Sjálfsumhyggjuráðið að þessu sinni er að hvetja fólk til að taka sér samfélagsmiðlapásur öðru hverju, stórar sem smáar. Þú finnur það í hjarta þínu ef þú þarft á því að halda og þá er það eina sem þú þarft að gera er að taka ákvörðun. Ég get lofað þér því að þú ert ekki að missa af neinu. Ef þú verð of miklum tíma í því að skoða sögur annarra þá ertu ekki að skrifa þína eigin, sem er mikilvægasta sagan. Hér koma nokkur ráð til að minnka samfélagsmiðlanotkun: Byrjaðu smátt t.d. taka þér pásu til hádegis í frí frá samfélagsmiðlum. Auktu síðan við og líttu á þetta sem skemmtilega tilraun og þú gætir endað á því að taka þér heilan mánuð í frí. Búðu þér til samfélagsmiðlareglur sem þú heldur að þú ráðir við. Reglan gæti verið að takmarka samfélagsmiðlanotkun að morgni og kvöldi. Þegar það kemur dauð stund ekki alltaf fara í símann, gríptu í bók eða bara gerðu ekki neitt. Þagnir eru mikilvægar. Vertu forvitin/n/ð um símanotkun þína og hvað þú ert að gera á netinu. Spurðu þig reglulega spurningarinnar „er þetta að hjálpa framtíðar mér?“ t.d. þegar þú ert að skoða eitthvað sem lætur þér líða illa eða ef þú ert að hanga á samfélagsmiðlum á sjálfsstýringu. Iðkaðu þakklæti á hverjum degi til að minna þig á hvað líf þitt er raunverulega gott eins og það er. Þú þarft engin „like“ frá neinum öðrum en þér. Settu þér ásetning „ég er þátttakandi í eigin lífi“. Þetta getur þú sagt við þig þegar þig þyrstir í samfélagsmiðla en ert í pásu. Minntu þig á það á hverjum degi af hverju þú ert að gera þetta! Það er því lífið er of stutt til að lifa því ekki í fullri meðvitund og sem þátttakandi en ekki áhorfandi. Heilsa Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 17. júlí 2022 20:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Erla er búsett í Danmörki ásamt Frey Alexandersyni, knattspyrnuþjálfara og þremur börnum. Erla segir það tilvalið að nýta sumarið til þess að innleiða góðar venjur sem miða að því að auka vellíðan okkar og segir það sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra í sumarfríi með börnunum sínum. Hún ætlar næstu vikurnar að deila einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Lifum tvöföldu lífi Það er stundum eins og nútímafólk lifi tvöföldu lífi. Það er okkar raunverulega líf og síðan lífið á samfélagsmiðlum. Síðara gefur oft ranga mynd af raunveruleikanum og dregur okkur frá núinu. Það að verja of löngum tíma í það að skoða líf annarra á samfélagsmiðlum dregur þig lengra frá því að lifa þínu lífi í meðvitund. Það að lifa núvituðu lífi felst m.a í því að taka þátt í eigin lífi með fullri athygli. Að vera meðvitaður um það sem er að gerast hverju sinni og dvelja hvorki í fortíð né framtíð. Það að tileinka sér núvitaða lífshætti t.d. að einbeita sér að einu í einu og virkilega setja gæði í það sem þú gerir hverju sinni getur minnkað streitu og aukið tengsl þín við fólkið þitt sem síðan eykur lífsgæði þín. Jon Kabat Zinn sagði; „Mindfulness practise means that we commit fully in each moment to be present; inviting ourselves to interface with this moment in full awareness.“ Aðsend. Samfélagsmiðlar komnir til að vera Samfélagsmiðlar eru hins vegar komnir til að vera og eins og með allt er margt jákvætt þar á ferð en það er á okkar ábyrgð sem notendur hvernig við notum þá miðla. Það er nefnilega á okkar ábyrgð hvað við innbyrðum í þeim veruleika og ef samfélagsmiðlar og þeir sem við fylgjum ýta af stað óþægilegum tilfinningum þá ættum við kannski að láta vera að fylgja þeim meðan við vinnum með þessar tilfinningar því það er eitthvað sem liggur þar að baki sem krefst sjálfskoðunar af okkar hálfu. Vanda valið vel Það þarf að vanda vel hvað við veljum að horfa og hlusta á, hvort sem það er í raunheimi eða netheimi. Allt sem við gerum, segjum og tökum inn í gegnum skynfærin skapa þann veruleika sem við lifum í. Það er gott öðru hverju að staldra við og virkilega íhuga hvað þú ert að nota tíma þinn í, hversu mikið ert þú t.d. á samfélagsmiðlum að skoða líf annarra. Á meðan ert þú ekki þátttakandi í þínu raunverulega lífi. Ég tel okkur mannfólkið þurfa að færa okkur meira í núið og það gerist ekki með of mikillri skjánotkun. Of mikill tími við skjáinn Ég held að við öll gerumst sek um að verja of miklum tíma á bak við skjáinn. Ég tók mér eitt sinn mánaðarpásu frá samfélagsmiðlum og þrátt fyrir að vera „off“ á samfélagsmiðlum hefur mér aldrei liðið eins mikið „on“ í lífinu og einmitt þá. Þrátt fyrir gnægð af hugmyndum og innblæstri sem ég sæki mér á samfélgsmiðlum þá hef ég sjaldan verið eins skapandi og þegar ég var ekki að skoða allt það sem aðrir eru að gera því ég var að einblína á það sem ég var að gera. Ég var ekki í samanburði við aðra sem flest okkar förum ósjálfrátt í öðru hverju og fann því til meiri sáttar við það sem er. Ég fann fyrir aukinni hugarró því hlutirnir gerast hratt á samfélagsmiðlum og við tökum inn mikið af upplýsingum á skömmum tíma og ég hreinlega held að heilabúið okkar ráði ekki við þetta magn. Meðvituð nærvera mín eða núvitund jókst til muna og öll tengsl við sjálfa mig og aðra varð einhvern veginn skýrari. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Mikilvægt að taka pásu Sjálfsumhyggjuráðið að þessu sinni er að hvetja fólk til að taka sér samfélagsmiðlapásur öðru hverju, stórar sem smáar. Þú finnur það í hjarta þínu ef þú þarft á því að halda og þá er það eina sem þú þarft að gera er að taka ákvörðun. Ég get lofað þér því að þú ert ekki að missa af neinu. Ef þú verð of miklum tíma í því að skoða sögur annarra þá ertu ekki að skrifa þína eigin, sem er mikilvægasta sagan. Hér koma nokkur ráð til að minnka samfélagsmiðlanotkun: Byrjaðu smátt t.d. taka þér pásu til hádegis í frí frá samfélagsmiðlum. Auktu síðan við og líttu á þetta sem skemmtilega tilraun og þú gætir endað á því að taka þér heilan mánuð í frí. Búðu þér til samfélagsmiðlareglur sem þú heldur að þú ráðir við. Reglan gæti verið að takmarka samfélagsmiðlanotkun að morgni og kvöldi. Þegar það kemur dauð stund ekki alltaf fara í símann, gríptu í bók eða bara gerðu ekki neitt. Þagnir eru mikilvægar. Vertu forvitin/n/ð um símanotkun þína og hvað þú ert að gera á netinu. Spurðu þig reglulega spurningarinnar „er þetta að hjálpa framtíðar mér?“ t.d. þegar þú ert að skoða eitthvað sem lætur þér líða illa eða ef þú ert að hanga á samfélagsmiðlum á sjálfsstýringu. Iðkaðu þakklæti á hverjum degi til að minna þig á hvað líf þitt er raunverulega gott eins og það er. Þú þarft engin „like“ frá neinum öðrum en þér. Settu þér ásetning „ég er þátttakandi í eigin lífi“. Þetta getur þú sagt við þig þegar þig þyrstir í samfélagsmiðla en ert í pásu. Minntu þig á það á hverjum degi af hverju þú ert að gera þetta! Það er því lífið er of stutt til að lifa því ekki í fullri meðvitund og sem þátttakandi en ekki áhorfandi.
Heilsa Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 17. júlí 2022 20:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31
Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 17. júlí 2022 20:01