„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún. Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún.
Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39