Erlent

Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hingað til hafa engar útsendingar frá Norður-Kóreu verið leyfðar í Suður-Kóreu.
Hingað til hafa engar útsendingar frá Norður-Kóreu verið leyfðar í Suður-Kóreu. Getty/Chung Sung-Jun

Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama.

Í áratugi hefa engar norðurkóreskar sjónvarpsstöðvar verið leyfðar í Suður-Kóreu. Nú á að breyta því til þess að reyna að sýna Norður-Kóreumönnum skilning.

Suður-Kórea vonast einnig með þessu að nágrannar þeirra í norðri muni leyfa slíkt hið sama. Ekkert efni frá Suður-Kóreu sem ekki hefur verið ritskoðað er leyft í Norður-Kóreu. Allt sem kemur þaðan er kallað áróður af stjórnvöldum.

Samkvæmt fréttastofu AP verður það samt sem áður að teljast ólíklegt að Norður-Kórea muni leyfa óritskoðað efni þar í landi þar sem það mun draga verulega úr trausti almennings á valdboðsstefnunni sem er við lýði þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×