Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 20:07 Það er hvítt haf á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi þessa stundina. Aðsend Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt. Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt.
Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira