Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 19:09 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39