Henderson ein á toppnum á Evian meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 16:01 Brooke M. Henderson trónir á toppnum á Evian meistaramótinu í golfi þegar mótið er hálfnað. Stuart Franklin/Getty Images Kanadíska golfkonan Brooke M. Henderson er með þriggja högga forystu á Evian meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Frakklandi. Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira