Fékk sér humar, steik og kjúkling í matinn Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 08:30 Lydia Ko átti góðan fyrsta hring á Evian meistaramótinu í gær og ætlar sér að vinna mótið í annað sinn á ferlinum. Getty/Stuart Franklin Mikill hiti dregur orkuna úr kylfingum á Evian risamótinu í golfi sem nú stendur yfir í Frakklandi. Kylfingarnir gæta þess því að drekka og borða nóg en Lydia Ko segist hálfskammast sín yfir því magni af mat sem hún innbyrðir. Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira