Úr skóm og sokkum til að bjarga pari: „Mjög ógeðslegt og slímugt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 22:46 Nelly Korda fór ótroðnar slóðir til að þurfa ekki að taka á sig víti. Skjáskot/Getty Hin japanska Ayaka Furue er efst eftir fyrsta hring á Evian risamótinu í golfi en það voru tilþrif Nelly Korda, sem sló boltann úr vatni, sem vöktu meistara athygli. Korda og Brooke Henderson eru á sjö höggum undir pari eftir fyrsta dag en Furue er með eins höggs forskot á þær á toppnum áður en keppni heldur áfram á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Korda hefur glímt veið veikindi og meiðsli á þessu keppnistímabili svo að það var afar kærkomið fyrir hana að eiga frábæran hring í dag, þar sem hún náði sjö fuglum. Á átjándu holu vallarins, þegar Korda reyndi að komast inn á flöt í tveimur höggum, lenti hún þó í vandræðum því boltinn fór ofan í vatn, nærri bakkanum. Korda lét það ekki trufla sig heldur fór úr skóm og sokkum, tók sér stöðu í vatninu og sló boltann upp úr, og inn á flötina. Henni tókst meira að segja að fá par! No pictures on the scorecard.@NellyKorda would go on to save par from here. pic.twitter.com/msW9SvI7hm— LPGA (@LPGA) July 21, 2022 „Ég hef aldrei gert nokkuð þessu líkt áður,“ sagði Korda eftir að hafa lokið leik. „Ég verð að segja að þetta var mjög ógeðslegt og slímugt,“ bætti hún við. Korda, sem hóf leik á tíundu braut í dag og lauk því leik á þeirri níundu, fékk tækifæri til að jafna Furue á síðustu holunni. Púttið hennar fór hins vegar aðeins of mikið til hægri og hún varð að sætta sig við par. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Korda og Brooke Henderson eru á sjö höggum undir pari eftir fyrsta dag en Furue er með eins höggs forskot á þær á toppnum áður en keppni heldur áfram á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Korda hefur glímt veið veikindi og meiðsli á þessu keppnistímabili svo að það var afar kærkomið fyrir hana að eiga frábæran hring í dag, þar sem hún náði sjö fuglum. Á átjándu holu vallarins, þegar Korda reyndi að komast inn á flöt í tveimur höggum, lenti hún þó í vandræðum því boltinn fór ofan í vatn, nærri bakkanum. Korda lét það ekki trufla sig heldur fór úr skóm og sokkum, tók sér stöðu í vatninu og sló boltann upp úr, og inn á flötina. Henni tókst meira að segja að fá par! No pictures on the scorecard.@NellyKorda would go on to save par from here. pic.twitter.com/msW9SvI7hm— LPGA (@LPGA) July 21, 2022 „Ég hef aldrei gert nokkuð þessu líkt áður,“ sagði Korda eftir að hafa lokið leik. „Ég verð að segja að þetta var mjög ógeðslegt og slímugt,“ bætti hún við. Korda, sem hóf leik á tíundu braut í dag og lauk því leik á þeirri níundu, fékk tækifæri til að jafna Furue á síðustu holunni. Púttið hennar fór hins vegar aðeins of mikið til hægri og hún varð að sætta sig við par. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira