20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT! Jón Daníelsson skrifar 21. júlí 2022 17:00 Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar