Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:31 Devon Allen vísað úr keppni eftir að „þjófstarta.“ EPA-EFE/John G. Mabanglo Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira