Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 10:58 Sylvester Stallone hefur farið ófögrum orðum um feðgana og kvikmyndaframleiðendurna, Irwin og David Winkler, undanfarið. Getty/Daniel Zuchnik Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira