Erlent

SAS hefur flugið á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samningaviðræðurnar tóku rétt rúmlega tvær vikur.
Samningaviðræðurnar tóku rétt rúmlega tvær vikur. NurPhoto/Getty

Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur.

Samningur var undirritaður í nótt og segir samskiptastjóri félagsins í samtali við sænska ríkisútvarpið að allar ferðir sem voru á dagkskrá í dag verði farnar. 

Verkfallið hefur kostað félagið gífurlegar fjárhæðir og haft áhrif ferðir um þrjátíu þúsund manns á hverjum einasta degi. 

Á meðal þess sem komist var að samkomulagi um var að 450 flugmönnum sem sagt var upp í kórónuveirufaraldrinum verður tryggð vinna. Samningaviðræður við stéttarfélög flugmanna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári án mikils árangurs og því ákváðu flugmennirnir að fara í verkfall fyrir hálfum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×