Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 12:03 Viaplay náði tímabundnu samkomulagi við danska kvikmyndaframleiðendur og Create Denmark sem þýðir að framleiðsla á þeim verkefnum sem fóru í stopp í júní mun hefjast að nýju. Getty/Jakub Porzycki Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni. Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni.
Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira