Innritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 10:00 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri en lætur af því starfi árið 2024. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa. „Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02