Til hamingju, þroskaþjálfar! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:01 Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar