Íslenski boltinn

HK lagði botnliðið og styrkti stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum
Á toppnum Vísir/Hulda Margrét

HK-ingar eru áfram á toppi Lengjudeildarinnar að tólf umferðum loknum eftir góða ferð í Vogana í kvöld.

HK kom sér í góða stöðu gegn Þrótti Vogum með að komast í 0-2 á fyrsta klukkutíma leiksins með mörkum Örvars Eggertssonar og Stefáns Inga Sigurðarsonar.

Haukur Darri Pálsson klóraði í bakkann fyrir Þróttara undir lok leiks en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-2 fyrir HK.

HK hefur eins stigs forystu á toppi Lengjudeildarinnar á meðan Þróttarar eru á botninum, sex stigum frá öruggu sæti.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×